Rannsókn á erfðum psoriasis

Í rannsókninni er einstaklingum sem  hafa greinst með psoriasis og/eða psoriasisgigt boðið að svara spurningalista um heilsufarssögu, lífsgæði og líðan og einkenni  psoriasis. Einnig um útbreiðslu og alvarleika sjúkdómsins til að reikna út útbreiðslu- og alvarleikastuðul eða PASI stuðul. Þú færð niðurstöðu um PASI stuðul þinn og býðst síðan að svara spurningum um psoriasis, almennt heilsufar og lífsstíl í lokin.